Ráðgjöf - Þekkir þú þína stöðu?

Ábyrgð á skuldum:

Mikil umræða hefur skapast um ábyrgð erfingja á skuldum látinna ættingja sinna og virðist sem fólk sé almennt ekki meðvitað um rétt sinn og skyldur í þessum efnum.

Seta í óskiptu búi:

Hver hefur rétt til setu í óskiptu búi og er hægt að tryggja eftirlifandi maka slíkan rétt ef hann er ekki þá þegar fyrir hendi?

Erfðaskrá:

Hvenær er tilefni til að gera erfðaskrá? Að hvaða marki er hægt að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá?

Kaupmáli:

Hvenær er tilefni til að gera kaupmála?

Erfðafjárskattur:

Hvað er hann hár? Þurfa allir erfingjar að greiða erfafjárskatt? Hvenær þarf að greiða hann?

Erfðafjárskýrsla:

Hvað er það? Hverjir bera ábyrgð á því að hún sé gerð?

Einkaskipti / opinber skipti:

Í hvaða tilvikum fara einkaskipti fram og hvenær opinber? Hver er munurinn?

Ráðstöfun eigna:

Hver má ráðstafa eignum aðila eftir andlát hans? Hvernig er ferlið? Hvenær mega erfingjar ráðstafa arfi?

Fyrirframgreiddur arfur:

Hvað reglur gilda um fyrirframgreiddan arf?

Efst á síðu 

Til baka