Um okkur
Kirkjugarðarnir stofnuðu útfararþjónustu árið 1949 og árið 1994 var útfararþjónustan gerð að sjálfstæðu fyrirtæki sem er í eigu Kirkjugarðanna.
Útfararstofa Kirkjugarðanna hefur upphaflegt markmið Kirkjugarðastjórnar Reykjavíkur í heiðri í rekstri sínum, það er að halda kostnaði við útfarir eins lágum og kostur er.
Arður af rekstrinum rennur til eigandans, Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, og er notaður til samfélagslegra verkefna við rekstur kirkjugarðanna.
Stjórn Útfararstofunnar er kosin á aðalfundi Kirkjugarðanna og Útfararstofunnar sem venjulega er haldinn í maí ár hvert. Starfsfólk er 9 talsins. Skrifstofa Útfararstofunnar er til húsa að Vesturhlíð 2 í Fossvogi og þar tekur starfsfólk vel á móti aðstandendum og öðrum sem þiggja þjónustu þeirra í hlýlegu og fallegu umhverfi.