Ásatrú

Ásatrú

Árið 2007 voru félagar 1.100 en um árið 2020 eru þeir 4.764.[1]

Trúariðkun Ásatrúarmanna er ekki í föstum skorðum og sérhver athöfn tekur mið af óskum einstaklingsins.

Í andslátstilkynningu er sólkrossinn oft notaður sem tákn um trú viðkomandi. Kistan er líka oft með sólkrossi eða öðrum viðurkenndum heiðnum táknum, eða er án trúartákna. Við athöfnina er algengt að kveðist sé á.

Samkvæmt lögum um trúfélög og lögum og reglum Ásatrúarfélagsins er útför mótuð og framkvæmd af allsherjargoða eða goða með vígsluréttindi, í samráði við aðstandendur. Gjarnan taka fleiri goðar þátt í athöfninni. Staðsetning athafnar er að vali aðstandenda hvar á landinu sem vera skal í samráði við goðann og útfararþjónustuna. Hafa heiðnar útfarir verið nokkuð mismunandi og mótast af persónunni sem verið er að kveðja hvert sinn. Ávalt er kveðið úr Eddukvæðum auk annars rímnakveðskapar, hljómlistar og ljóðalesturs. Einnig er eldur alltaf til staðar og sígrænar jurtir. Á kistuna eru lagðir munir sem hinum látna voru kærir, honum óskað fararheilla til þeirra heima er við á og að goð og gyðjur og góðar vættir styrki þá sem eftir standa. Viðstaddir ganga sólarsinnis kringum kistuna og kveðja hinn látna hver á sinn hátt.[2]

Síðan 1999 hefur Ásatrúarfélagið átt sinn eigin grafreit í Gufuneskirkjugarði en þar eru nokkrir heiðnir menn jarðsettir.

Þegar útfarir Ásatrúarmanna hafa farið fram í kapellunni og kirkjunni í Fossvogi er tjaldað yfir krossa og önnur kristin trúartákn en í nánustu framtíð verða útfarir gerðar frá hofi Ásatrúarmanna í Reykjavík.

Eftir athöfnina þykir erfidrykkja mikilvæg. Þar er drukkin heill hins látna og gjarnan lögð áhersla á góða og gleðilega í lífsferli hans eða hennar.